Er hundurinn órólegur?

Þessi virðist ekki ver órólegur

Sumir hundar geta verið órólegir þegar þeir eru skildir eftir heima. Aðrir eru órólegir og sígeltandi jafnvel þótt fjölskyldan sé heima. Mörgum hefur reynst vel að setja hudana í búr. Það getur veitt þeim aukið öryggi. Margir loka þá inni í tiltölulega litlum herbergjum þegar þeir fara frá eða þegar hundarnir eru órólegir. Sama er oft gert við hunda yfir nóttina og hefur reynst vel. Það þarf að vera góð loftun í svona herbergjum og þarna má ekki vera neitt sem hundarnir geta skemmt og nóg af hreinu vatni. Að sjálfsögðu er rétt að fara með hundana á klóið áður en þeir eri skildir eftir. Það á alltaf við.

Ef hundarnir krafsa í hurðina þegar þeir eru lokaðir inni er hægt að berja fast í hurðina utan frá þannig að það bylji vel í. Þetta þarf að tímasetja þannig að höggið komi á meðan hundurinn krafsar, helst um leið og hann byrjar að krafsa. Ég hef reynt þetta og það svínvirkar.

Hundar eru alls ekki háðir því að vera innan um fjölkskyldu sína allan sólarhringinn. Allir vinnuhundar og allir sveitahundar eru vanir að vera í útihúsum, kjallörum eða forstofum. Þeir koma yfirleitt aldrei inn í vistarverur eiganda sinna og húsbænda. Hitt er svo annað mál að sumir eigendur eru háðir því að hafa hundinn við hliðina á sér allan sólarhringinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s