Staðsetning

Dofragisting er í Dofra við Leiðhamra í Hamrahverfi í Reykjavík við Sundin bláu. Til að komast í Hamrahverfi er beygt  til vinstri á fyrstu umferðarljósunum eftir Gullinbrú. Best er að beygja til hægri inn á Lokinhamra og síðan inn á Leiðhamra, sem er fjórði botlanginn til hægri. Við enda Leiðhamra tekur við malarvegur og við endan á honum, fyrir neðan bratta brekku, er Dofri.

Í snjó og hálku getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt að komast á venjulegum bíl upp brekkuna. Þá er bara að tríttla.

Ég hef mikið og gott útvistar- og leiksvæði þar sem hægt er að velja um marga skemmtilega göngutúra. Hluti svæðisins er mosa- og lynggrónn, hluti þess er grasigróinn og malar- og moldarstígar liggja um hluta fjarsvæðisins.  Gistingin er í venjulegu íbúðarhúsnæði þar sem hundarnir geta verið lausir eða haft sér herbergi, – allt eftir þörfum hvers og eins.

Séð af brekkubrún fyrir ofan Dofra.