12. febrúar 2010
Ég heiti Guðlaugur Gauti Jónsson er arkitekt að mennt og nýlega kominn á eftirlaun. Ég hef átt hunda í meira en 20 ár og farið á mörg námsskeið. Þar má t.d. telja hvolpanámsskeið, hlýðninámsskeið, framhalds-hlýðninámsskeið, sporanámsskeið, hundfiminámmskeið o. fl.
Ég hef að sjálfsögðu þurft að nota hundahótel gegnum tíðina og það hefur gengið alveg þokkalega sem ekki breytir því að mér var svona um og ó með að skilja hundinn minn eftir í búri innan um marga aðra hunda sem sumum virtist kannske ekki líða allt of vel. Þessa tilfinningu þekkja eflaust flestir hundaeigendur.
Þetta, ásamt því að ég elska hunda, varð til þess að ég ákvað að taka hunda í gistingu um leið og aðstæður sköpuðust til þess hjá mér.