Gestabók

Hér getur þú skrifað ummæli og sagt álit þitt á þessari síðu, á starfseminni , þjónustunni eða öðru sem þér liggur á hjarta. Mér þætti vænt um að heyra hvernig þér og þínum hundi líkaði vistin hjá mér.

43 hugrenningar um “Gestabók

  1. Bestu jóla og nýjárskveðjur til ykka Emmu. Billi þakkar liðin ár.
    Kveðja Billi og fjölskylda

  2. Kæri Gauti og Emma
    Takk kærlega fyrir að taka Fróða Plúdó inn á heimilið ykkar í eina viku. Þið hafið hugsað vel um hann og honum hefur greinilega liðið vel hjá ykkur. Vonandi fær hann að koma aftur og njóta samverunar með ykkur.
    Bestu þakkir og kveðjur
    Sæmi, Magga og Fróði Plúdó

  3. Kæri Gauti og Emma. Gleðilega páska, Billi þakkar fyrir síðast. Strax var keyptur kattamatur handa honum eins og þú ráðlagðir. Það er staðreynd að hárlosið minnkar,flauta var líka keypt og heitir því flotta nafni dómaraflauta.

    • Dómaraflauta! Það er eins gott að Billi viti hvaðþað þýðir. Gleðilega páska þið öll. Gauti

  4. Kæri Gauti
    Takk kærlega vel fyrir að hugsa svona vel um Baquis okkar meðan við vorum í fríi. Þetta er ekki fyrsta og vonandi ekki síðasta sinn sem hann fær að vera hjá ykkur Emmu. Það er svo greinilegt að honum líður vel hjá ykkur og kom hann sæll og ánægður heim. Ekki spurning í mínum huga hvert ég leita næst eftir pössun.
    með kærri Sigga og Baquis

  5. Sæll Gauti.
    Við Billi óskum þer gleðilegra jóla og góðs nýs árs. Þökkum þér fyrir umönnunina á árinu
    Billa langar mikið til að fá að dvelja hjá þér seinnipart marsmánaðar.

  6. Sæll Gauti og gleðilega þjóðhátíð.
    Takk fyrir hann Billa og Vask frænda hans um daginn. Sonur okkar mikill hundavinur, sagði að dvölin hjá þér væri fyrir hundana eins og að fara í sumarbúðir. Það finnst mér góð lýsing.
    Kveðja Stella.

    • Það er gott að heyra að þeim frændum skyldi líða vel hjá mér. Þeir eru báðir verulega krúttaðir – sérstaklega þegar Billi riðlaðist á Emmu og Vaskur á Billa og öll fylkingin gekk svo fram og tilbaka eftir stofugólfinu.

      Kveðjur til ykkar allra.

    • Sæl Katrín.
      Ég held að upplýsingarnar sem sú spyrð um séu á vefsíðunni sem þú notar fyrir þessi skilaboð. Þar er líka ýmislegt fleira um mig og starfsemina.
      Kv. Gauti

  7. Jólakveðja frá Billa og Billa mömmu.
    Kæri Gauti.
    Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Vonandi hefur þú átt góðar stundir á aðventunni með Emmu.
    Billi vonar að hann fái gistingu hjá þér einhverntíma á næsta ári.
    Kveðja Billi og Billa mamma( Stella)

  8. Aftur er Billi okkar búin að vera í lúxus hjá Gauta. Við urðum aðeins afbrýðissöm,þegar við komum upp á hæðina og hann var eins spenntur eins og þegar hann fer með okkur í veiðitúra, sem eru hápunktar fyrir hann. Dekurdýrið komst upp með ýmislegt hjá Gauta, sem ég þori ekki að sitja á prent til að aðrir hundaeigendur, sem kunna að ala upp hunda sjái það ekki. Okkar hundur er semsagt ekki alinn upp eftir bókinni. Ég held að sé gott fyrir hunda að komast í frí frá eigendum sínum, ef þeir komast á svona góðan stað. Takk fyrir hann Billa okkar.
    Kveðja Stella Billamamma

    • Billi er smásaman að kenna mér hvernig hann vill helst hafa hlutina og það er bara allt í lagi og alveg okkar á milli.
      Takk fyrir, Gauti

  9. Takk fyrir hann Billa okkar Gauti og takk fyrir myndina ,sem þú sendir mér.
    Ég er svo örugg um dekurdýrið mitt, þegar hann er hjá þér.
    Kveðja Stella Billamamma

    • Vonandi líður honum vel hérna hjá okkur. Billi er skemmtilegur karakter og gaman að hafa hann.
      Gauti

  10. Sæll aftur frændi.

    Þú ert alveg frábær og ekki vantar svörin frá þér, hættur við utanlandsför og ættla bara að dekra við hana Rannveigu mína í staðinn, en ég mun þiggja hjálp þína þann dag sem ég og mín lofaða fáum okkur hund því veit að hann mun fá það besta hjá þér elsku frændi, en Rannveigu ættla ég að halda 🙂 (fyrir mig )

    Kveðja
    Sturla Helgi

  11. Sæll Frændi.

    Jæja frábært að sjá hvað þetta er prof hjá þér og hvað allir eru ánægðir með þennan máta að fá hunda sína vistaða á meðan fólk bregður sér frá í styttri eða lengri tíma, en kæri frændi ég hef verið að spá í að bregða mér frá í smá tíma með vinum mínum til útlanda (max 2 vikur) , smá fótbolta og kannski eitt eða tvö sundlaugarpartí, en er í smá vandræðum með hana Rannveigu mína þar sem hún þrífst ekki í búri í svona langan tíma, verður eitthvað svo sorry yfir að fá ekki að ganga laus þessi elska, svo kannski væri það bara frábær lausn að senda hana til þín og leika smá við Emmu, P.s þú verður að fara dálítið varlega að henni svona fyrstu dagana, en eftir það er hún öll önnur og fer að gera sín vana verk eins og að skúra, taka til og gera eitthvað gott að borða.

    Kær kveðja og von um hjálp
    Þinn frændi Sturla Helgi.

    • Sæll kæri frændi.
      Skil ég það rétt að Rannveig sé kærastan þín? Ef það er rétt þá er hún auðvitað velkomin. Hins vegar þurfum við að horfa fram á vegin til þess tíma sem þú hefur áreiðanlega leitt hugan að, – nefnilega brúðkaupinu sjálfu sem sambúðin mun vafalaust leiða til. Þú veist hvað mér þykir vænt um þig kæri frændi og að ég vil þér ekkert nema það besta. Þess vegna verð ég að vara þig við að þeir sem koma í gistingu til mín vilja helst ekki fara aftur. Hundarnir fá engu ráðið um þetta og þeir eru nægjusamir og fljótir að sætta sig við þau kjör sem við mannfólkið búum þeim.

      Þessu er allt öðruvísi farið með kærustur. Þær eru bæði sjálfstæðar og viljasterkar og vilja hafa eitthvað um sína eigin hagi að segja og um þær gilda ekki bara dýraverndarlögin heldur þykkir lagabálkar sem gætu gert okkur erfitt fyrir þegar þú kæmir að ná í Rannveigu. Í sem stystu máli sagt þá er ég nokkuð viss um að hún myndi ekki taka í mál að fara frá mér eftir að ég hef dekrað við hana í 2 vikur. Ekki nokkur sjéns og við því er ekkert að gera. Að öðru leyti líst mér bara vel á þetta.

      Þinn frændi Gauti

  12. Sæll Guðlaugur

    Ég var að velta fyrir mér hvort þú værir stundum með litla hunda?

    Við þurfum stundum pössun fyrir einn lítinn, en erum smeyk að það gæti eitthvað komið uppá við svona miklu samneyti við þá stærri.

    Hann er 1/2 árs núna og hvettur þegar hann sér stóra hunda en værum endilega til í að venja hann af því, svo eina sem við óttumst er að stærri hundur gæti meitt hann. Það eru til allt of mörg dæmi þess.

    • Sæl Magga.
      Ég hef verið með nokkra smáhunda, Maltese, Pappilion ofl. Það hafa ekki komið upp nein vandamál en væntanlega getur það farið eftir einstökum hundum eins og alltaf er.

  13. Kæri Gauti.
    Takk kærlega fyrir hann Billa okkar.Við höfum engar áhyggjur af honum hjá þér og núna í annað sinn sem hann dvelur hjá þér, þá sáum við best hvað hann var ánægður, þegar hann vældi á eftir Emmu, þegar við keyrðum frá húsinu.
    Kveðja Stella og Pétur

    • Svona er þetta. Stundum er hann hálfpirraður á Emmu þegar hún vill fá hann í hnoð en svo sakna þau hvors annars þegar leiðir skilja. En gott að heyra að þið skulið vera örugg með hann. Takk fyrir það.

  14. Kæri Gauti
    Kærar þakkir fyrir Rúfus okkar sem var hjá þér í 3 vikur. Honum leið mjög vel hjá þér og Emmu sem hann saknar alveg rosalega. Þegar við komum heim var hann mjög ánægður enn sammt vildi fara aftur til þinn og leika meira við Emmu. Við munum alveg öruglega hafa samband aftur ef okkur vantar pössun fyrir Rúfus að því að við vitum að vel er hugsað um hann.
    Með þökk fyrir og bestu kveðju, Mike, Monika og Rúfus.

    • Það var gott að heyra þetta og hann er meira en velkominn aftur þessi öðlingur.

  15. Hæ hæ og til hamingju með síðuna , þetta er alveg frábært pottþétt eftir að notfæra mér þetta er með eina Labrador tík .
    Kv
    Dagmar og Mía .

  16. Kæri Gauti

    Við þökkum þér innilega vel fyrir Baquis okkar sem var hjá þér í 3 vikur. Það

    var svo greinilegt að Baquis leið vel og hafði það rosa gott hjá þér.

    Hann kom heim sæll og glaður og vel stæltur eftir alla útiveruna og er ég ekki frá því að hann

    hafi saknað ykkar Emmu þegar heim kom.

    Þetta er sannkölluð hundaparadís og verð ég EKKI í vafa hvert ég sendi hann næst þegar ég þarf

    pösssun fyrir hann,

    kær kveðja Sigga og Baquis

  17. Kæri Gauti

    Eftir töluverða leit að hundagistingu fyrir Irska setterinn minn hann Hróa, þá hef ég fundið þann stað sem mér hugnast best. Það var fyrir algjöra tilvijun að ég fann þig en með því að slá inn leitarorðið „hundagisting“ þá var eftirleikurinn auðveldur.
    Í gegnum árin hefur það verið töluvert áhyggjuefni hver gæti passað Hróa þegar farið var í frí.
    Það verður að segjast eins og er að dvöl Hróa hjá þér er í hæsta gæðaflokki. Þá á ég við að hann fær að dvelja inni á heimilinu hjá þér eins og hann væri heima hjá sér og lúta þeim reglum sem settar eru. Útivist og leikur er einnig hluti af dvölinni. Það er fer ekki á milli mála að hann hefur fengið góða umönnun og ljóst að samband hefur náðst á milli ykkar. Slíkt er mikils virði.
    Við Hrói munum framvegis leita til þín um gistingu, annar staður kemur ekki til greina.

    Með kærri kveðju, Eva og Hrói.

  18. Sæll Gauti
    Þakka kærlega fyrir Hróa minn sem hefur nú fengið að dvelja hjá þér og Emmu í nokkur skipti í sumar. Það er frábært að geta skilið hann eftir hjá ykkur vitandi að honum líður vel og skemmtir sér konunglega… hann er farinn að þekkja leiðina til ykkar og spenningurinn orðinn þvílíkur þegar við komum á staðinn!
    Enginn staður sem ég myndi frekar vilja hafa hundinn minn á þegar ég er fjarverandi
    Kveðja Ágústa og Hrói

  19. Kæri Gauti
    Takk kærlega fyrir Goluna okkar 🙂
    Henni leið svo vel hjá þér og Emmu þinni 🙂
    Við eigum eftir að mæla með þér og fá að koma til þín aftur.

    Bestu kveðjur
    Elísa og Gola

  20. Sæll Gauti,
    kærar þakkir fyrir hana Perlu mína, sem dvaldi hjá þér í 3 vikur um Páskana.
    Perla kom heim í góðu jafnvægi og vel haldin, hún var mikið stæltari og hraustari eftir heimkomuna en þegar hún fór til þín! Hlaupin úti með Emmu og Rocky, virkuðu sem besta heilsurækt. Ég mæli hiklaust með gæslu hjá þér, það er mikils virði fyrir eigendur að geta verið rólegir og öruggir með gæludýrin sín í gæslu á Dofra.
    Kem örugglega með Perlu aftur, þegar á þarf að halda.
    Ég setti annan hund sem ég átti á 3 önnur hundahótel á sínum tíma og ætla ekki að bera það saman, hvað ég var mikið ánægðari núna.

    Ein ábending; þegar maður leitar að hundahóteli eða hundagæslu á leitarvélunum, kemur Dofri ekki upp, það kæmi sér betur fyrir þig, ef hægt er að lagfæra það.

    Kær kveðja,

    Björn Stefánsson og Hrefna Jónsdóttir

  21. Kæri Gauti,
    Takk fyrir frábæra umönnun á Rocky (Ungversk Vizsla) í þær tvær vikur sem hann dvaldi hjá þér. Það leyndi sér ekki að honum hafði liðið vel hjá þér í okkar fjarveru. Hann var mjög vel haldinn og sprækur þegar hann snéri aftur heim ólíkt þeirri reynslu sem við urðum fyrir þegar hann dvaldi á hundahóteli í viku. Þá kom hann horaður og hálf taugatrektur til baka. Við munum án efa leita til þín aftur næst þegar við þurfum á hundapössun að halda!

    Hrund, Ágúst og Glódís Eva

Færðu inn athugasemd við Bjorn Stefánsson Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s