Ég ráðlegg öllum sem fá sér hvolp að fara á hvolpanámsskeið. Sumum finnst eflaust að þeir séu full færir um að ala upp hvolp og kannske eru þeir það. En námsskeið gefa manni svo margt umfram heimauppeldi:
- Fyrir það fyrsta eru námsskeiðin ekki síður fyrir eigendurna en hvolpana. Réttar aðferðir og réttur skilningur í upphafi getur bæði sparað manni áhyggjur og erfiði og veitt manni aukna ánægju allan tíman sem maður á hundinn. Og fyrir þá sem hafa farið á námsskeið áður rifjast ýmislegt upp sem smá saman hefur gleymst eða orðið út undan.
- Í öðru lagi er hvolpurinn (og eigandinn) innan um ókunnugt fólk og aðra hunda á námsskeiðinu og lærir að umgangast þá. Ef einhver vandamál koma upp þá fær maður hjálp við að leysa þau. Þetta er bara eins og í skóla almennt. Manni er kennt eitthvað, maður fer heim og æfir sig og kemur svo í næsta tíma annaðhvort ánægður með sjálfan sig og hvolpinn eða með óskir um nánari leiðbeiningar.
- Maður fær auðvitað afslátt af hundaleyfisgjaldinu sem er ekki ónýtt og ….
- …. síðast en ekki síst þá er svo gaman á námskeiðum. Það er bara fátt skemmtilegra en að vera með hundinum sínum á námsskeiði. Auk ánægjunnar styrkir það sambandið milli eiganda og hunds og gerir öll samskipti þeirra í milli betri og auðveldari.
Ég hef farið á hvolpanámsskeið með mína hunda og auk þess á hlýðninámsskeið, framhaldshlýðninámsskeið, sporarakningarnámsskeið, smalahundanámsskeið o.fl. og haft af því ómælda ánægju.