Goggunarröðin

Hundar hafa varið okkur, veitt fyrir okkur,  borið byrðar og dregið hlöss fyrir okkur og veitt okkur hlýju, ánægju og tryggð í amk 30 – 40 þúsund ár. Allt sem við þurfum að gera fyrir þá í staðinn er að gefa þeim afgangana af borðum okkar segja þeim hvar þeir standa í goggunarröð heimilisins.

Cesar Millan heitir maður. Hann kallar sig „dogwhisperer” sem er hliðstæða við orðið „horsewhisperer” en það er notað um sérstaka tækni við að endurhæfa hross sem hafa orðið illviðráðanleg vegna slæms aðbúnaðar eða áfalla. Endurhæfingin byggist á því að nota eðlilegt samskipta- og tjáningaratferli hrossanna sjálfra („hrossasálfræði”) til að leiðrétta t.d. hræðslu- og/eða  árásarviðbrögð. Cesar er heimsfrægur fyrir sjónvarpsþætti sína, myndbönd og bækur.

Á Youtube má finna aragrúa af myndskeiðum þar sem aðferðum hans er lýst að nokkru. Gallinn við mörg þessara myndskeiða er að þau eru of stutt. Reynið frekar að finna myndskeið sem eru nálægt 10 mínútum en hin sem eru 2-4 mínútur eða þaðan af styttri. Best er þó að panta myndbönd af heimasíðu Cesars eða frá Amazon (Amazon US, Amazon UK). Cesar er algjör snillingur og hefur fjallað um margt sem hrjáir hundaeigendur. Þó við náum seint færni hans í að umgangast og endurhæfa hunda þá má læra margt, mjög margt, af honum sem kemur sér vel í hinu daglaga striti.

Eitt af því sem Cesar bendir á er að oft gefum við hundunum okkar röng skilaboð varðandi stöðu þeirra á heimilinu. Regla nr. eitt er:

Hundar eiga alltaf að vera lægra settir en allt fólkið á heimilinu.

Annað sem hann endurtekur aftur og aftur er að það á aldrei að klappa, hrósa eða gæla við hund sem ekki er í jafnvægi. Ef hundurinn er uppstökkur og óhlýðinn á hvorki að snerta hann, tala við hann eða horfa á hann (no touch, no talk and no eyecontact). Til þess að fá hrós á hundurinn að vera afslappaður og undirgefinn (calm and submissive). Þetta getur þýtt að maður verður að fylgjast með því hvenær hundurinn er rólegur, standa þá upp, ganga til hans og gæla við hann.

Cesar segir að hundar lesi ástand húsbónda sinn eins og opna bók og þetta er líka mín reynsla. Húsbóndinn á alltaf að vera rólegur en ákveðinn (calm and assertive) þegar hann leiðbeinir hundinum sínum. Hundum er nauðsynlegt að finna á skýran og ákveðinn hátt hver staða þeirra á heimilinu er.  Þeim er alveg sama hvar þeir standa bara á þeir séu öruggir með þá stöðu sem þeir hafa. Ef þeir eru í vafa munu þeir leitast við að skapa sér stöðu eins ofarlega í goggunarröðinni og þeir geta og það getur leitt til vandræða.

Fylgist því vel með því hvort hundurinn reynir að stjórna ykkur eða hvort hann tekur leiðbeiningum og á afslappaðann og spennulausan hátt.

Hér er ágæt grein af heimasíðu Cesars Millan.

Who’s in Charge? You Are!

SUMIR HUNDAATFERLISFRÆÐINGAR GAGNRÝNA AÐFERÐIR CESARS EN ÞAÐ SEM SAGT ER Í ÞESSUM STUTTA PISTLI HEFUR STAÐIST TÍMAN TÖNN.

2 hugrenningar um “Goggunarröðin

  1. Þetta var gaman að vita og kemur sér vafalaust vel fyrir einhverja og Cesar Millan er algjör snillingur. Ég hef þá trú að allir hundaeigendur hafi bæði gagn og gaman af að horfa á þættina hans.

  2. Eða bara hafa samband á email dofri@hive.is og panta þættina í gegnum mig.
    1 Seria er á 3000 kr sama hve margir þættir eru í seriu.
    Þættirnir koma í þannig formi að hægt er að spila þá í tölvu og allra nýjustu dvd spilurum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s