Bannaður aðgangur fyrir hunda

Það er algjör óþarfi að veita hundum aðgang að hverju einasta herbergi heimilisins. Ég vil t.d. ekki hafa hunda í eldhúsinu hjá mér en þeir mega vera annarsstaðar í húsinu ef dyr eru opnar. Sumir vilja ekki hafa hunda í svefnherberginu eða svefnherbergjunum og aðrir vilja ekki hafa þá í baðherberginu. Athugið þó að ef ætlunin er að baða hundinn í baðherberginu er ekki rétt að banna honum aðgang þess á milli.

Mér hefur reynst mjög auðvelt að kenna mínum hundum að fara ekki í eldhúsið og hundar sem eru í heimsókn læra  það á parti úr degi. Ég nota einfaldlega bannorð og færi þá út fyrir þröskuldinn ef ég kem að þeim í eldhúsinu eða ef þeir koma inn í eldhúsið þegar ég er þar. Ég læt þá sitja við þröskuldinn og hrósa þeim þar, – svo fremi þeir séu rólegir og auðmjúkir (calm and submissive). Það á aldrei að hrósa æstum hundi sem e.t.v. er með meiningar um neikvæða hegðum.

Á mínu heimili hagar svo til að eldhúsið er í sér herbergi með dyrum (án hurðar) og þröskuldi og fyrir bragðið er þetta mjög einfalt. Aðrir hafa sagt mér að þetta sé heldur ekkert vandamál þar sem eldhúsið er meira og minna opið. Sumir hafa dregið línu af einhverju tagi á gólfið en aðrir hafa bara miðað við huglæga línu og gengið ágætlega.

Dag nokkurn í Húsasmiðjunni


Það var útsala í Húsasmiðjunni og bíll í nánast hverju stæði.

Ég varð því að leggja bílnum fjær dyrunum en ég hefði kosið.

Síðan opnaði ég góða rifu á bílrúðurnar því Golden Retriever hvolpurinn sem ég var nýbúinn að eignast, þurfti auðvitað ferskt loft. Greyið hafði teygt úr sér í aftursætinu og ég ætlaði að koma honum í skilning um að þar ætti hann að vera kyrr.

Til að byrja með, gekk ég afturábak eftir stéttinni og kallaði til hans með skipandi röddu: „Kyrr ! – Heyrirðu það.     „Kyrr-Kyrr“

Unga ljóskan sem sat undir stýri í nálægum bíl, horfði einkennilega á mig og sagði svo:

„Settann bara í „PARK“? !!!!!