Enginn veit sitt endadægur

Hingað í Dofra koma margir höfðingar og miklar týpur sem mér þykir vænt um. Flestir þeirra koma aftur og aftur en nú ber svo við að í haust og vetur hef ég misst tvo af fastagestunum mínum. Svona er þetta, aðstæður breytast hjá hundaeigendum eins og öðrum og það sem hentar vel í dag hentar kannske ekki á morgun.

Fyrr í haust flutti eigandi svarta Labrador hundsins Hróa til St. Louis í BNA og ekki kom annað til greina en að Hrói færi með. Hrói er sá hundur sem hefur verið oftast og lengst hjá mér. Hann er af amerískum ættum (BNA og Mexíkó) og honum gekk vel á sýningum. Hann er mikið rólyndisdýr, traustur og öruggur og einn af eftirlætishundunum mínum. Tíkinni minni, henni Emmu, lyndir vel við alla hunda en þau Hrói voru vinir ef hægt ar að tala þannig um hunda.

Í morgun kvaddi ég svo sómahundinn Rocky, sérlega glæsilegan Vizslu hund sem líka var einn af eftirlætis gestunum hér í Dofra. Rocky var bæði ljúfur og blíður og sérlega fallegur hundur. Því miður breyttust heimilisaðstæður hjá eigendum hans þannig að þau gátu ekki haft hann lengur. Eftir langa en árangurslausa leit að nýjum eiganda var ekki um annað að ræða en að svæfa hann blessaðann. Það er mjög sárt fyrir þá sem eftir eru en hundarnir sjálfir finna sem betur fer ekki fyrir þessu ferðalagi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s